Innlent

Verður fluttur á sjúkrahús á Neskaupsstað

Frá Neskaupsstað.
Frá Neskaupsstað. Mynd/GVA

Kínverjinn sem ráðist var á í vinnubúðum Impregilo um helgina er enn á legudeild í Reykjavík en verður fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupsstað bráðlega. Lögregla á Egilsstöðum verst allra frétta af rannsókninni en segist þó ekki rannsaka málið sem tilraun til manndráps. Kínverjar í vinnubúðunum vilja lítið sem ekkert tjá sig um málið og torveldar það rannsókn málsins. Lögreglan segist þó ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að fótur sé fyrir orðrómi um að árásin sé til komin vegna spilaskuldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×