Innlent

Maður játar á sig nauðgunar tilraun

Maðurinn sem reyndi að nauðga ungri konu í Breiðholti í síðustu viku hefur verið handtekinn. Maðurinn, sem er 28 ára, var handtekinn í morgun og viðurkenndi hann verknaðinn í framhaldinu.

Árásin átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst síðastliðinn og var mjög hrottafengin. Stúlkan var á leið til vinnu þegar maðurinn réðst á hana og brá hnífi að háls hennar. Hann keyrði hana svo í götuna og reyndi að nauðga henni. Stúlkan veitti mótspyrnu og náði að losna undan honum og hringja á hjálp. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur verið með málið undir höndum en það telst nú upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×