Innlent

Segja vaxtahækkun Seðlabankans misráðna

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Hannes G. Sigurðsson varaframkvæmdastjóri.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Hannes G. Sigurðsson varaframkvæmdastjóri. MYND/

Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtahækkun Seðlabankans misráðna og byggja á röngu mati á þróun mála á tveimur lykilmörkuðum hagkerfisins, vinnumarkaðnum og fasteignamarkaðnum. Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að brýnt sé að Seðlabankinn gangi í takt við efnahagslífið og taki mark á öllum þeim teiknum sem nú séu um niðursveifluna í efnahagslífinu.

Bankinn verði að hefja vaxtalækkunarferil strax við næstu vaxtaákvörðun hans í september. Eins og staðan sé nú gæti Seðlabankinn gert að engu þá atlögu að verðbólgunni sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandið og ríkisstjórnin hafi staðið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×