Innlent

Mótmælendur hlekkjaðir við vinnukrana á Reyðarfirði

Áletranir við húsnæði Alcoa og Bechtel
Áletranir við húsnæði Alcoa og Bechtel

Ellefu mótmælendur ruddust inn á vinnusvæði Alcoa á Reyðarfirði í morgun og hafa þrír hlekkjað sig við 40 - 50 metra háan vinnukrana með lök sem mótmæli hafa verið áletruð á. Nokkuð hvassviðri er á svæðinu og þykir því enn frekari hætta geta staðið að þessum aðgerðum. Flestir mótmælandanna hafa fest sig við vinnuvélar en tveir hafa verið handteknir.

Í fréttatilkynningu frá hópnum sem nefnist Saving Iceland segir að mótmælendurnir séu friðsamir umhverfissinnar. Þeir segja aðgerðirnar eiga að vekja athygli á ógninni sem þeir telji steðja að náttúru , menningararfi og lýðræði landsins vegna framkvæmda Alcoa sem þeir segja ólöglegar vegna þess að enn skorti almennilegt umhverfismat á svæðinu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×