Blóðið rennur eftir því sem stundin nálgast 13. ágúst 2006 19:15 Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Ísraelskir embættismenn sögðu síðdegis að vopnahlésályktun öryggisráðsins, sem ríkisstjórn Ísraels samþykkti í dag, næði einungis til aðgerða sem gætu talist til árása í sóknarskyni, en kæmi ekki í veg fyrir að ráðist væri að vopnabúrum skæruliða í Suður-Líbanon, því það væri í varnarskyni. Vestrænir stjórnarerindrekar óttast að þessi víða skilgreining Ísraela á árásum í varnarskyni kunni að verða til þess að vopnahléð - sem enn hefur ekki tekið gildi - renni út í sandinn. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagði ísraelskt herlið ekki myndu yfirgefa Líbanon fyrr en líbanskir hermenn og alþjóðlegir friðargæsluliðar kæmu í þeirra stað til að tryggja að Hisbollah þrífist ekki í Suður-Líbanon. Ennfremur tók hún fram að Ísraelar krefðust þess enn að hermennirnir tveir sem Hisbollah rændi fyrir rúmum mánuði yrðu látnir lausir og að vel yrði fylgst með því að Hisbollah næði ekki að fylla á vopnabúr sitt. Ríkisstjórn Líbanons samþykkti ályktun öryggisráðsins samhljóða í gær en tveir ráðherrar Hisbollah segjast þó vilja setja fyrirvara við algjöra afvopnun skæruliðahópsins. Þeir samþykktu samt ályktunina til þess að freista þess að stöðva árásirnar. hisbollah hefur hins vegar samþykkt að líbanskir hermenn komi til Suður-Líbanons, sem þeir hafa þvertekið fyrir í mörg ár. Nú þegar vongóðir þykjast sjá fyrir endann á árásunum sprengja báðir aðilar af auknum krafti. Loftárásir Ísraela á Beirút hafa í dag orðið í það minnsta 14 manns að bana og rúmlega 150 flugskeyti Hisbollah bönuðu einum Ísraela. Sendiherra Ísraels sagðist í dag eiga von á því að báðir aðilar bættu heldur í fram til klukkan fimm í fyrramálið að íslenskum tíma þegar vopnahléð tekur gildi ef allt fer samkvæmt áætlun. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Ísraelskir embættismenn sögðu síðdegis að vopnahlésályktun öryggisráðsins, sem ríkisstjórn Ísraels samþykkti í dag, næði einungis til aðgerða sem gætu talist til árása í sóknarskyni, en kæmi ekki í veg fyrir að ráðist væri að vopnabúrum skæruliða í Suður-Líbanon, því það væri í varnarskyni. Vestrænir stjórnarerindrekar óttast að þessi víða skilgreining Ísraela á árásum í varnarskyni kunni að verða til þess að vopnahléð - sem enn hefur ekki tekið gildi - renni út í sandinn. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagði ísraelskt herlið ekki myndu yfirgefa Líbanon fyrr en líbanskir hermenn og alþjóðlegir friðargæsluliðar kæmu í þeirra stað til að tryggja að Hisbollah þrífist ekki í Suður-Líbanon. Ennfremur tók hún fram að Ísraelar krefðust þess enn að hermennirnir tveir sem Hisbollah rændi fyrir rúmum mánuði yrðu látnir lausir og að vel yrði fylgst með því að Hisbollah næði ekki að fylla á vopnabúr sitt. Ríkisstjórn Líbanons samþykkti ályktun öryggisráðsins samhljóða í gær en tveir ráðherrar Hisbollah segjast þó vilja setja fyrirvara við algjöra afvopnun skæruliðahópsins. Þeir samþykktu samt ályktunina til þess að freista þess að stöðva árásirnar. hisbollah hefur hins vegar samþykkt að líbanskir hermenn komi til Suður-Líbanons, sem þeir hafa þvertekið fyrir í mörg ár. Nú þegar vongóðir þykjast sjá fyrir endann á árásunum sprengja báðir aðilar af auknum krafti. Loftárásir Ísraela á Beirút hafa í dag orðið í það minnsta 14 manns að bana og rúmlega 150 flugskeyti Hisbollah bönuðu einum Ísraela. Sendiherra Ísraels sagðist í dag eiga von á því að báðir aðilar bættu heldur í fram til klukkan fimm í fyrramálið að íslenskum tíma þegar vopnahléð tekur gildi ef allt fer samkvæmt áætlun.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila