Erlent

Ísraelar samþykkja vopnahlé

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, annar frá hægri og Tzipi Livni, utanríkisráðherra, önnur frá vinstri, á ríkisstjórnarfundi
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, annar frá hægri og Tzipi Livni, utanríkisráðherra, önnur frá vinstri, á ríkisstjórnarfundi MYND/AP
Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun að fara að tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Það mun taka gildi klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Ísraelar krefjast þess ennfremur að tveimur hermönnum sem rænt var fyrir rúmum mánuði síðan verði skilað. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tilkynnti þetta á blaðamannafundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×