Erlent

Kastró allur að koma til á áttræðisafmælinu

Lítil stúlka heldur á skilti sem á stendur "lengi lifi Fídel" á tónleikum til heiðurs einræðisherranum í gærkvöldi.
Lítil stúlka heldur á skilti sem á stendur "lengi lifi Fídel" á tónleikum til heiðurs einræðisherranum í gærkvöldi. MYND/AP

Dagblað á Kúbu segir að Fídel Kastró sé allur að skríða saman en í dag er áttræðisafmæli einræðisherrans. Hátíðarhöldum vegna afmælis hans hefur hins vegar verið frestað þar til í desemberbyrjun þegar einnig verður haldið upp á 50 ára afmæli byltingar kommúnista á Kúbu.

Þetta er gert vegna bágrar heilsu einræðisherrans aldna sem hefur ekki sést opinberlega síðan 26. júlí vegna óskilgreindrar meltingafærakveisu. Getgátur eru um að heilsufar hans sé í raun mun verra en af er látið en skiptar skoðanir eru um hvort stórtækar breytingar yrðu í stjórnarfari á Kúbu þó að Fídel Kastró félli frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×