Erlent

Hræfnykur í grasagarðinum í Brooklyn

Blómið er allt að einum metra í þvermál og stöngullinn sem rís upp úr miðjunni tæprar mannhæðar hár.
Blómið er allt að einum metra í þvermál og stöngullinn sem rís upp úr miðjunni tæprar mannhæðar hár. MYND/AP

Mikinn fnyk leggur nú um grasagarðinn í Brooklyn í New York vegna hræblóms sem blómstraði þar í gærkvöldi. Nafnið á blóminu er verðskuldað því lyktin af því þykir helst minna á rotnandi hræ og er plantan almennt viðurkennd sem verst lyktandi blómplanta í heimi. En þó mannfólkið fúlsi við lyktinni sækja skordýr mjög í hana.

Þar að auki er þessi planta skráð í heimsmetabækur fyrir stærsta blómið, en það vegur allt að 80 kílóum. Hræblómið vex aðeins villt á eynni Súmötru í Indónesíu en er nú orðið ákaflega sjaldgæft og blómstrar aðeins á 30 ára fresti. Biðu grasafræðingar því með öndina í hálsinum eftir að sjá dýrðinni upp lokið en blómið stendur aðeins í tvo til þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×