Erlent

21 maður í haldi

Bresk stjórnvöld hafa 21 mann í haldi sínu sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja stórfelld hryðjuverk í allt að tíu flugvélum sem fljúga áttu til Bandaríkjanna.

Mennirnir voru handteknir í Lundúnum og nágrannaborgum hennar í nótt og í morgun. Þeir eru taldir lykilmennirnir í samsærinu en lögregla segir að ennþá sé veruleg hætta á ferðum. Flugsamgöngur til og frá Bretlandi hafa verið í uppnámi í allan dag og enn sér ekki fyrir endann á vandræðum hundruð þúsunda farþega.

Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi fyrr í dag að málið sýndi að Bandaríkin ættu enn í stríði við "íslamska fasista," eins og hann orðaði það. Hér rétt á eftir kemur Sveinn H. Guðmarsson fréttamaður og færir okkur nýjustu tíðindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×