Innlent

Málinu frestað

Dómari ákvað í dag að fresta máli Íslendings sem ákærður er í Bretlandi fyrir kynferðislega misnotkun á fjórtán ára enskri stúlku.

Ástæðan fyrir frestuninni er sú að ekki var túlkur viðstaddur þegar tekin var skýrsla af manninum, þrátt fyrir að hann hafi ítrekað óskað eftir því. Maðurinn hefur játað á sig nokkur brotanna og á yfir höfði sér tíu ára fangelsi. Dómari ákvað í dag að ný skýrsla verði tekin af manninum þar sem túlkur verður viðstaddur. Dómur verður kveðinn upp 6. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×