Innlent

196 þúsund tonn af rusli til Sorpu

Sorpa tekur við rusli á hverju ári sem gæti fyllt Hallgrímskirkjuturn 200 sinnum. Eftir innreið flatskjáa var 80 prósentum meira af sjónvörpum og tölvuskjám hent í Sorpu eftir síðustu jól en jólin þar á undan.

Sorp eykst á hverju ári og í Sopru var hent sextán prósentum meira af sorpi í fyrra en árið 2004 en það ár var hent fjórtán prósentum meira sorpi en árið 2003.

Já tvö hundruð fullar Hallgrímskirkjur af sorpi er ansi mikið magn. Mest fellur til frá fyrirtækjum og hefur timbur og byggingaiðnaður aukist samhliða framkvæmdum.

Fyrir síðustu jól seldust margir flatskjáir og í janúar var hægt að greina það vel á þeim sjónvörupum og tölvuskjám sem hent var í Sorpu í janúar en aukning frá janúarmánuði árið áður var áttatíu prósent. Árið 2005 var hent rúmlega 380 tonnum af sjónvörpum og tölvuskjám. En sorpið fellur til á ýmsum stöðum og hafa stikkprufur sýnt að 22 prósent af heimilissorpi eru dagblöð.

Og heimilisruslaföturnar fyllast fljótt af fyrirferðamiklum umbúðum.

Gyða segir margt hægt að gera til þess að minnka ruslið eins og að vera skipulagðari í innkaupum því oft kaupum við matvæli sem enda beint í tunnunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×