Gamla kempan Zinedine Zidane þykir einn þeirra leikmanna sem líklegast er talið að gætu hreppt Gullboltann á HM í þetta sinn, en viðurkenningin er veitt fyrir mikilvægasta leikmanninn í keppninni. Það var Oliver Kahn sem hlaut þennan heiður í keppninni fyrir fjórum árum og þar áður var það brasilíski framherjinn Ronaldo.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru til Gullboltans:
Fabio Cannavaro (Ítalía), Maniche (Portúgal), Michael Ballack (Þýskaland), Andrea Pirlo (Ítalía), Gianluca Zambrotta (Ítalía), Thierry Henry (Frakkland), Gianluigi Buffon (Ítalía), Patrick Vieira (Frakkland), Miroslav Klose (Þýskaland), Zinedine Zidane (Frakkland).
