Innlent

Ein milljón til neyðaraðstoðar á Jövu

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar á Jövu. Nú er ljóst að rúmlega sex þúsund og tvö hundruð manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn.

Fjármunirnir verða notaðir í aðstoð sem Alþjóðaneyðarhjálp kirkna mun veita næstu sex mánuðina. Átján þúsund heimil munu fá aðstoð og einnig hátt í þrjátíu og sjöþúsund manns úr tíu þropum sem hafa þurft að flýja heimili sín. Veita á fólkinu mat, vatn, tjöld og fleira fyrir peningana og verið að undirbúa áfallahjálp fyrir íbúa svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×