Innlent

Vilja fresta uppbyggingu hátæknisjúkrahús

MYND/Vísir

Samtök atvinnulífsins vilja að uppbyggingu hátæknisjúkrahús Landspítala-háskólasjúkrahús verði frestað. Þau vilja að þess í stað einbeiti heilbrigðisyfirvöld sér að því að bæta þjónustu á sviðum eins og í öldrunarmálum.

Jafnframt eigi að nýta kosti einkareksturs með því að bjóða út þjónustu. Þannig sé hægt að fjölga valkostum og nýta fjármuni betur. Þetta kemur fram í nýju riti samtakanna en þar segir jafnframt að fjárhagsleg markmið hafi gleymst. Útgjöld til heilbrigðismála vaxi hratt á Íslandi en OECD, efnahags- og framfarastofnunin, hafi spáð því að ef ekkert verði gert muni útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi vera um 15% af vergri landsframleiðslu árið 2050.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×