Sjálfstæðismenn í Árborg í uppnámi vegna handtöku Eyþórs 14. maí 2006 19:06 Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ekið var af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekkunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Skýrslur voru teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir mánuði og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma orðaður við oddastöðu Sjálfstæðismanna í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ekið var af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekkunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Skýrslur voru teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir mánuði og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma orðaður við oddastöðu Sjálfstæðismanna í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira