Skaðabætur vegna myndbirtingar DV? 8. maí 2006 22:23 MYND/NFS Ekki verður annað séð en stúlkan á myndinni sem birt var ranglega í DV síðastliðinn laugardag eigi rétt á skaðabótum, ekki síst í ljósi dómsins í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þetta segir kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Grein DV fjallar um handtöku tæplega tvítugrar stúlku sem stöðvuð var á Keflavíkurflugvelli nýverið með 140 grömm af kókaíni innvortis. Blaðið nafngreinir stúlkuna, sem gat sér gott orð fyrir skíðaiðkun á árum áður, og fyrirsögnin er: „Skíðastúlka með kókaín innvortis." Með greininni er hins vegar birt mynd af annarri stúlku, Elsu Guðrúnu Jónsdóttur, margföldum Íslandsmeistara í skíðagöngu. Ritstjóri DV sagði í fréttum NFS á laugardag að mistökin lægju í því að við leit á vefnum eftir nafni stúlkunnar sem handtekin var birtist mynd af Elsu. Samkvæmt athugun NFS reynist svo vera, en myndin, sem er í smækkaðri útgáfu, er nokkurs konar forsíðumynd fyrir umfjöllun um tiltekið skíðamót á vef Skíðafélags Ólafsfjarðar. Með því að smella á myndina og skrolla niður birtist hún hins vegar í fullri stærð með nafni Elsu fyrir neðan. Burtséð frá mistökunum virðist sem DV hafi brotið höfundalög með því að birta myndina án leyfis rétthafa. Rán Tryggvadóttir, sérfræðingur í hugverkarétti og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir þær myndir sem ekki teljist listrænar njóta verndar í 49. grein höfundalaganna, og sú vernd hafi nýlega verið aukin með lagabreytingu á Alþingi. Samkvæmt þeirri grein má ekki birta myndir sem almenningur tekur, án þess að fá leyfi þess sem á myndina. Aðspurð hvernig hún lítur stöðu Elsu með hugsanlega málsókn í huga á hendur DV segir Rán að myndbirtingin hljóti að teljast mikil ærumeiðing, en tekur fram að hún sé ekki sérfræðingur í refsirétti. Hún bendir á í þessu samhengi mál Bubba Morthens gegn tímaritinu Hér og nú þar sem ritstjóri blaðsins var dæmdur til að greiða Bubba skaðabætur vegna birtingar myndar af honum með ógætilegri fyrirsögn. Þegar þessum málum sé stillt upp saman sé ljóst að Elsa hljóti að eiga rétt á skaðabótum. Þó hafi í máli Bubba gegn Hér og nú verið um viljandi myndbirtingu að ræða. Faðir Elsu sagði í samtali við NFS í kvöld að verið sé að skoða, í samráði við lögfræðing, hvort höfðað verði skaðabótamál vegna myndbirtingarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ekki verður annað séð en stúlkan á myndinni sem birt var ranglega í DV síðastliðinn laugardag eigi rétt á skaðabótum, ekki síst í ljósi dómsins í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þetta segir kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Grein DV fjallar um handtöku tæplega tvítugrar stúlku sem stöðvuð var á Keflavíkurflugvelli nýverið með 140 grömm af kókaíni innvortis. Blaðið nafngreinir stúlkuna, sem gat sér gott orð fyrir skíðaiðkun á árum áður, og fyrirsögnin er: „Skíðastúlka með kókaín innvortis." Með greininni er hins vegar birt mynd af annarri stúlku, Elsu Guðrúnu Jónsdóttur, margföldum Íslandsmeistara í skíðagöngu. Ritstjóri DV sagði í fréttum NFS á laugardag að mistökin lægju í því að við leit á vefnum eftir nafni stúlkunnar sem handtekin var birtist mynd af Elsu. Samkvæmt athugun NFS reynist svo vera, en myndin, sem er í smækkaðri útgáfu, er nokkurs konar forsíðumynd fyrir umfjöllun um tiltekið skíðamót á vef Skíðafélags Ólafsfjarðar. Með því að smella á myndina og skrolla niður birtist hún hins vegar í fullri stærð með nafni Elsu fyrir neðan. Burtséð frá mistökunum virðist sem DV hafi brotið höfundalög með því að birta myndina án leyfis rétthafa. Rán Tryggvadóttir, sérfræðingur í hugverkarétti og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir þær myndir sem ekki teljist listrænar njóta verndar í 49. grein höfundalaganna, og sú vernd hafi nýlega verið aukin með lagabreytingu á Alþingi. Samkvæmt þeirri grein má ekki birta myndir sem almenningur tekur, án þess að fá leyfi þess sem á myndina. Aðspurð hvernig hún lítur stöðu Elsu með hugsanlega málsókn í huga á hendur DV segir Rán að myndbirtingin hljóti að teljast mikil ærumeiðing, en tekur fram að hún sé ekki sérfræðingur í refsirétti. Hún bendir á í þessu samhengi mál Bubba Morthens gegn tímaritinu Hér og nú þar sem ritstjóri blaðsins var dæmdur til að greiða Bubba skaðabætur vegna birtingar myndar af honum með ógætilegri fyrirsögn. Þegar þessum málum sé stillt upp saman sé ljóst að Elsa hljóti að eiga rétt á skaðabótum. Þó hafi í máli Bubba gegn Hér og nú verið um viljandi myndbirtingu að ræða. Faðir Elsu sagði í samtali við NFS í kvöld að verið sé að skoða, í samráði við lögfræðing, hvort höfðað verði skaðabótamál vegna myndbirtingarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira