Innlent

Bankar bregðast seint við

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gagnrýndi í dag viðskiptabankana fyrir að bregðast seint við í að draga úr útlánum sínum. Jafnframt sagði hann brýnt að breyta fyrirkomulagi opinbera íbúðalánakerfisins fyrir áramót.

Það er vandasöm sigling framundan í þjóðarbúskapnum. Þetta eru skilaboð Seðlabankans sem kynnti í dag skýrslu um stöðugleika í fjármálakerfinu. Það eru blikur á lofti og nefndi Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar þunga skuldastöðu þjóðarbússins. Gengislækkunin hefur orðið hraðari en búist var við en er til góðs þegar til lengri tíma er litið, sagði Davíð.

Nokkuð var staldrað við stöðu bankana sem að mati Seðlabankans hafa farið offari í útlánum. Mikilvægt sé að bankarnir hægi strax á ferðinni eftir feikna hraðann vöxt. Seðlabankastjóri sagði að þrátt fyrir yfirlýsingar bankana um að þeir ætli að hægja á ferðinni sjáist þess engin merki enn sem komið er.



Þá er staðan á íbúðalánamarkaði óviðunandi að mati Seðlabankans. Ríkið verði að draga úr beinni þáttöku í lánveitingum sem allra fyrst. Í síðasta lagi um áramót eins og ríkisstjórnin hafi stefnt að - helst fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×