Innlent

Vélsleðamaðurinn fundinn

Maðurinn sem leitað var á Langjökli síðan klukkan níu í morgun fannst heill á húfi nú rétt áðan. Hann fannst vestan við Klakk, rakur og kaldur en á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag.

Mikið óveður var á jöklinum og skyggni slæmt. Maðurinn var á ferð ásamt þremur félögum sínum um Langjökul þegar tveir snéru við. Hinir tveir ákváðu þó að halda förinni áfram frá Hveravöllum og yfir jökulinn. Þegar þeir voru að koma niður af jöklinum við Klakk á leiðinni í skála við Tjaldfell urðu þeir viðskila, hvers vegna er þó enn óvíst. Annar maðurinn komst til byggða og hringdi í björgunarsveitir. Nítján björgunarsveitir taka þátt í björgunarstarfinu og er leitað í 26 hópum aðallega á sunnanverðum jöklinum þar sem tveir menn týndust fyrr í mánuðinum en fundust þó heilir á húfi eftir ellefu klukkustunda leit. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum, snjóbílum og björgunarsveitarbílum leita nú mannsins, sem er án NMT síma og staðsetningatækis en þó vel klæddur að sögn björgunarmanna. Vél flugmálastjórna er komin í loftið til að tryggja fjarskipti á leitarsvæðinu og er jafnframt verið að kanna hvort ekki sé hægt að fá varnarliðsþyrluna til leitarinnar en vegna veðurs er alls óvíst hvort hún geti flogið á þessu svæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×