Innlent

Hlynntur því að taka upp evru

Það verður annað hvort að minnka vægi verðtrygginga eða taka upp evruna til að bæta áhrifamátt peningamálastefnunnar hérlendis. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Hreiðar sagði jafnframt að umræðan um árangur íslenskra útrásarfyrirtækja hefði á köflum verið óvægin og ósanngjörn, og stundum algjörlega úr lausu lofti gripna. Þá sagði hann að verðbólgan sem skall á efnahagslífinu nýverið væri ekki óvæntur vágestur, því öllum mætti vera ljóst að það hlyti að hægja á íslenska hagkerfinu eftir mikinn og hraðan vöxt undanfarin ár. Á ráðstefnunni var einnig kynnt ný skýrsla þar sem fram kemur að framlag fjármálaþjónustu til landsframleiðslu Íslands hafi farið fram úr framlagi sjávarútvegs í fyrsta sinn á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×