Viðræður við Scolari vekja hörð viðbrögð 27. apríl 2006 15:18 Það hefur valdið miklu fjaðrafoki á Englandi að forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafi boðið Scolari starf landsliðsþjálfara NordicPhotos/GettyImages Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins. "Að mínu mati er nóg af hæfum mönnum á Englandi til að valda þessu starfi og því er ég ekki hissa á því að nokkur óánægja sé með þessar fréttir. Ég veit ekki betur en meirihluti Englendinga vildi fá heimamann í starfið og þetta gengur auðvitað þvert á það. Hver sem það verður sem tekur við starfinu, mun hinsvegar njóta míns stuðnings," sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City. "Scolari er þjálfari í hæsta gæðaflokki, en að mínu mati er þetta enn eitt kjaftshöggið fyrir ensku þjálfarastéttina," sagði Mark Hughes hjá Blackburn. "Ég hefði heldur kosið að sjá einn af ungu stjórunum hérna á Englandi fá starfið, því ég er viss um að þeir gætu allir skilað fínum árangri," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. "Ég held að tungumálið verði helsta vandamálið í þessu sambandi. Scolari verður að finna sér aðstoðarmann sem getur hjálpað honum að yfirstíga það sem upp á vantar í tungumálinu - og það verður að vera einhver sem þekkir starfshætti hans út og inn. Það sem mestu máli skiptir er hinsvegar það að hafa djúpstæða þekkingu á knattspyrnunni í landinu," sagði landi Scolari og landsliðsþjálfari Japana, Zico Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins. "Að mínu mati er nóg af hæfum mönnum á Englandi til að valda þessu starfi og því er ég ekki hissa á því að nokkur óánægja sé með þessar fréttir. Ég veit ekki betur en meirihluti Englendinga vildi fá heimamann í starfið og þetta gengur auðvitað þvert á það. Hver sem það verður sem tekur við starfinu, mun hinsvegar njóta míns stuðnings," sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City. "Scolari er þjálfari í hæsta gæðaflokki, en að mínu mati er þetta enn eitt kjaftshöggið fyrir ensku þjálfarastéttina," sagði Mark Hughes hjá Blackburn. "Ég hefði heldur kosið að sjá einn af ungu stjórunum hérna á Englandi fá starfið, því ég er viss um að þeir gætu allir skilað fínum árangri," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. "Ég held að tungumálið verði helsta vandamálið í þessu sambandi. Scolari verður að finna sér aðstoðarmann sem getur hjálpað honum að yfirstíga það sem upp á vantar í tungumálinu - og það verður að vera einhver sem þekkir starfshætti hans út og inn. Það sem mestu máli skiptir er hinsvegar það að hafa djúpstæða þekkingu á knattspyrnunni í landinu," sagði landi Scolari og landsliðsþjálfari Japana, Zico
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira