Viðræður við Scolari vekja hörð viðbrögð 27. apríl 2006 15:18 Það hefur valdið miklu fjaðrafoki á Englandi að forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafi boðið Scolari starf landsliðsþjálfara NordicPhotos/GettyImages Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins. "Að mínu mati er nóg af hæfum mönnum á Englandi til að valda þessu starfi og því er ég ekki hissa á því að nokkur óánægja sé með þessar fréttir. Ég veit ekki betur en meirihluti Englendinga vildi fá heimamann í starfið og þetta gengur auðvitað þvert á það. Hver sem það verður sem tekur við starfinu, mun hinsvegar njóta míns stuðnings," sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City. "Scolari er þjálfari í hæsta gæðaflokki, en að mínu mati er þetta enn eitt kjaftshöggið fyrir ensku þjálfarastéttina," sagði Mark Hughes hjá Blackburn. "Ég hefði heldur kosið að sjá einn af ungu stjórunum hérna á Englandi fá starfið, því ég er viss um að þeir gætu allir skilað fínum árangri," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. "Ég held að tungumálið verði helsta vandamálið í þessu sambandi. Scolari verður að finna sér aðstoðarmann sem getur hjálpað honum að yfirstíga það sem upp á vantar í tungumálinu - og það verður að vera einhver sem þekkir starfshætti hans út og inn. Það sem mestu máli skiptir er hinsvegar það að hafa djúpstæða þekkingu á knattspyrnunni í landinu," sagði landi Scolari og landsliðsþjálfari Japana, Zico Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira
Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins. "Að mínu mati er nóg af hæfum mönnum á Englandi til að valda þessu starfi og því er ég ekki hissa á því að nokkur óánægja sé með þessar fréttir. Ég veit ekki betur en meirihluti Englendinga vildi fá heimamann í starfið og þetta gengur auðvitað þvert á það. Hver sem það verður sem tekur við starfinu, mun hinsvegar njóta míns stuðnings," sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City. "Scolari er þjálfari í hæsta gæðaflokki, en að mínu mati er þetta enn eitt kjaftshöggið fyrir ensku þjálfarastéttina," sagði Mark Hughes hjá Blackburn. "Ég hefði heldur kosið að sjá einn af ungu stjórunum hérna á Englandi fá starfið, því ég er viss um að þeir gætu allir skilað fínum árangri," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. "Ég held að tungumálið verði helsta vandamálið í þessu sambandi. Scolari verður að finna sér aðstoðarmann sem getur hjálpað honum að yfirstíga það sem upp á vantar í tungumálinu - og það verður að vera einhver sem þekkir starfshætti hans út og inn. Það sem mestu máli skiptir er hinsvegar það að hafa djúpstæða þekkingu á knattspyrnunni í landinu," sagði landi Scolari og landsliðsþjálfari Japana, Zico
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira