Innlent

Krefst 20 milljóna króna í skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd/Valli

Fyrirtaka í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrum ritstjórum DV, og gegn 365 prentmiðlum var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar krefst þess að tólf ummæli um hann og starf hans verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snerta flest meint klögumál á hendur Gunnari sem fjallað var um í DV frá mars 2005 til október sama ár. Gunnar krefst auk þess 20 milljóna króna í miskabóta og greiðslu málskostnaðar að fullu. Aðalmeðferð í málinu verður 15. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×