Innlent

Leggja fram tillögur til lagabreytinga

Sameinaðar kvennahreyfingar á Íslandi hafa lagt fram tillögur til breytingar á stjórnarskrár Íslands, er snerta jafnrétti og stöðu kvenna. Meðal þess sem lagt er til, er að reyna skuli að ná sem jöfnustu hlutfalli milli kynjanna á Alþingi.

Tillögurnar þrjár til lagabreytinga byggja á fordæmum annarra ríkja ásamt sáttmálum og skuldbindingum sem Ísland hefur gengist undir. Fjölmargar kvennahreyfingar standa að tillögunum en þær vonu afhentar Jóni kristjánssyni, félagsmálaráðherra og formanni stjórnarskrárnefndar, á málþingi sem haldið var í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í dag.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstýra UNIFEM á Íslandi, segir enn vera langt í land í jafnréttismálum á Íslandi. Hún segir að það hafi þó ýmiss árangur náðst og því ætti varla að vera erfitt að fá nákvæmari skilgreiningar um jafnréttin kynjanna innan stjórnarskrárinnar. Birna segir jafnframt að svo virðist sem greiðara sé að koma á breytingu laga er kveða á jafnrétti í löndum þar sem hefur verið borgarastyrjöld eða upplausn, heldur en í rótgrónum vestrænum ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×