Innlent

Forysta Framsóknarflokksins gengur ekki í takt

Kristinn H. Gunnarsson og það að flokksforystan gengur ekki í takt er helsti vandi Framsóknarflokksins í dag segir Hjálmar H. Árnason, formaður þingflokks Framsóknar.

Skoðanakannanir í hverju sveitarfélaginu á fætur öðru benda til þess að Framsóknarflokkurinn tapi miklu fylgi í kosningunum í vor. Í viðtali í hádeginu á NFS sagði Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknar, sem er nýstiginn upp úr miklum veikindum, núverandi stöðu flokksins mjög alvarlega.

Hjálmar tekur undir með leiðara Morgunblaðsins í dag þess efnis að vandi flokksins sé heimatilbúinn. Því málefnastaðan er góð, segir Hjálmar en við höfum borið sundurlindi innan flokksins á torg og fóðrað fjölmiðla á innbyrðis deilum. Kristinn H. Gunnarsson hafi til dæmis verið iðinn við slíka iðju.

Hjálmar segir að Sjálfstæðisflokkurinn passi alltaf að standa saman um niðurstöðu mála sem órjúfanleg heild þótt þeir takist á áður en að niðurstaða er fenginn. Slíkt sé til fyrirmyndar. Þar eigi flokksforystan og aðrir flokksmenn sök í máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×