Innlent

Gott skíðafæri um mest allt land utan höfuðborgarsvæðisins

Hlíðarfjall
Hlíðarfjall MYND/Vísir

Opið er í Hlíðarfjalli í dag. Veður er bjart á Akueyri núna, hiti rétt undir frostmarki og skíðafærið gott. Það sama á við um Tindastól skíðasvæði Sauðkræklinga og Skarðsdal skíðasvæði Siglfirðinga en á báðum stöðum er færið fínt.

Það eru ekki bara norðlendingar sem geta rennt sér á skíðum í dag því opið er bæði á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal og í Oddskarði á Austfjörðum. Flest þessara skíðasvæða eru opin til klukkan fimm í dag. Lokað er á öllum skíðasvæðum á höfuðborgarsvæðinu en stefnt er að því að reyna að opna í Bláfjöllum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×