Innlent

Sérstök innbrotsvakt hjá lögreglunni

Innbrotsþjófar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar nú um helgina, ættu að hugsa sinn gang. Lögreglan verður á sérstakri innbrotavakt og fylgist sérlega vel með íbúðar- og iðnaðarhverfum.

Páskahelgin fer vel af stað þrátt fyrir að nokkuð hafi borið á hraðakstri. Lögreglan mun auka umferðareftirlit nú um helgina og þá sér í lagi á Vesturlands -og Suðurlandsvegi, enda margir á leið út úr borginni. Lögreglan mun vera á sérstakri innbrotavakt og fylgjast sérlega vel með íbúðar- og iðnaðarhverfum.

Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að þrátt fyrri að margir síbrotamenn sitji nú bak við lás og slá, og enn fleiri séu undir sérstöku eftirliti lögreglu, þá sé full ástæða til að hafa allan vara á. Hann hvetur borgara til að láta lögreglu vita ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir.

Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá hurðum og gluggum til að koma í veg fyrir innbrot. Þá er gott að skilja þannig við íbúðarhúsnæði að það líti út fyrir að einhver sé heima. Sömuleiðis er mikilvægt að skilja ekki eftir skilaboð sem gefa til kynna að húsráðendur séu fjarverandi, líkt og á símsvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×