Innlent

Seðlabankinn ekki einn á verðbólguvaktinni

Mynd/Heiða

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður Fjárlaganefndar, neitar því að Seðlabankinn hafi staðið einn á verðbólguvaktinni, eins og ASÍ heldur fram. Hann segir gagnrýnina einungis réttmæta hvað varði launakostnað hins opinbera. Hann segir alla bera ábyrgð á verðbólgunni, bæði ríki, sveitarfélög og einstaklinga. Það sé hinsvegar ekki ástæða til að örvænta.

Einar Oddur Kristjánsson segist hafa þungar áhyggjur af verðbólgunni enda sé stór hluti skuldbindinga heimilanna í landinu verðtryggð lán. Hann tekur þó ekki undir með ASÍ sem segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna og láta Seðlabankann einan um að standa vaktina.

Einar Oddur neitar því þó ekki að draga mætti úr útgjöldum hins opinbera og að menn gætu verið farnir aðeins fram úr sér í stóriðjumálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×