Innlent

Opið í Bláfjöllum í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag frá kl. 14 til 21. Opið er í Kóngsgili, Kóngurinn sjálfur og kaðallyftan Patti broddgöltur og byrjendalyftan Amma mús við Bláfjallaskála eru opnar, segir í tilkynningu frá rekstarstjóra svæðanna. Gott veður er í Bláfjöllum, hæg norðlæg vindátt, sólskin og 6 stiga frost. Skíðafæri er frekar hart og skíðaleiðir mjórri en venjulega svo fólki er sérstaklega bent á að fara varlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×