Innlent

Hrýs hugur við hvalveiðum

Svæðisstjóri Icelandair á Bretlandseyjum hugsar með hryllingi til þess ef Íslendingar hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og þeirra afleiðinga sem slíkt hefði fyrir ferðaþjónustuna. Icelandair hóf fyrir helgi áætlunarflug til Manchester, sem svæðisstjórinn segir vera sautján milljóna manna markað.

Icelandair hóf beina flugið á föstudag, en flogið verður milli Keflavíkur og Manchester á föstudögum og mánudögum.

Fjöldi þekktra veitingastaða er í borginni, söfn og öflugt menningarlíf, en þess má geta að í næsta mánuði verða tónleikar í Laugardalshöll þar sem einvörðungu verða þekktir tónlistarmenn frá Manchester. En íslenskir ferðamenn á austurleið eru ekki nema brot af þeim fjölda sem hugsanlega kemur frá Manchestersvæðinu til Íslands. Stephen A Brown svæðisstjóri Icelandair á Bretlandseyjum segir flugfélagið með flugi til þessa hluta Bretlands vera komið inn á 17 milljóna manna markað.

Stephen segir vísindahvalveiðar Íslendinga undanfarin ár hafa verið erfiðar fyrir ferðaþjónustuna þótt snúið sé að mæla áhrifin, þannig að umræða um að hefja atvinnuveiðar er mjög af hinu vonda að hans mati. Hann segir að ef alvara verði gerð úr veiðunum þurfi félagið að grípa til ráðstafana.

 

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×