Innlent

Boða viku setuverkfall

MYND/Valgarður Gíslason

Starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem verið hafa í aðgerðum undanfarnar tvær vikur, samþykktu á fundi í gær að boða til viku setuverkfalls, sem tekur gildi 21. apríl. Boðaður hefur verið fundur starfsfólksins með forstöðumönnum hjúkrunarheimilisins þann 19. apríl. Ef samkomulag næst ekki eða ef fyrirhugaðar aðgerðir bera ekki árangur, er boðað að gripið verði til fjöldauppsagna.

Um eitthundrað starfsmenn, langflestir konur, mættu á fundinn í dag. Það var mikill hiti í konunum, sem segja að ekki komi til greina að gefa eftir. Jafnvel var búist við fjöldauppsögnum eftir fundinn í gær, en fleiri vildu reyna viku setuverkfall fyrst, þar sem uppsagnafrestur starfsfólksins er misjafn, eða allt frá einni viku til þriggja mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×