Innlent

Lést í snjóflóði

Frá björgunarstörfum í kvöld
MYND/Gréta Bergrún Jóhannsdóttir

Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal, fyrir ofan Fáskrúðsfjörð í kvöld, er látinn. Hann var á þrítugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Maðurinn var á ferð ásamt félaga sínum þegar snjóflóð féll á hann. Félagi hans slapp við snjóflóðið og gat kallað á aðstoð björgunarsveita. Um 85 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Um áttatíu til viðbótar voru að leggja af stað þegar maðurinn fannst nítján mínútur yfir átta í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn reyndu að lífga manninn við en þær tilraunir báru ekki árangur.



Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fréttablaðið - Sæmundur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×