Knattspyrnustjórinn Guus Hiddink sem gerði lið sitt PSV Eindhoven að Hollandsmeisturum í gær, er sármóðgaður út í enska knattspyrnusambandið og hefur nú fullyrt að hann muni alls ekki taka við lið Englendingum eftir að Sven-Göran Eriksson hættir störfum þar eftir HM í sumar.
Það var umboðsmaður Hiddink sem varð fyrir svörum þegar sá hollenski var spurður hvort hann hefði áhuga á að taka við enska liðinu og sá sagði Hiddink vera móðgaðan út í enska knattspyrnusambandið.
"Þeir höfðu samband við okkur og vildu setja hann á lista yfir líklega kandidata og skoða málið nánar. Það er auðvitað út í hött, því ef þú hefur eitthvað vit á knattspyrnu - veistu hver Guus Hiddink er og hvað hann hefur gert með bæði lands- og félagslið á glæsilegum ferli. Hann hefur því skiljanlega engan áhuga á að tala frekar við enska knattspyrnusambandið vegna landsliðsþjálfarastöðunnar," sagði umboðsmaðurinn.