Innlent

Undirskriftasöfnun til stuðnings fyrrverandi sóknarpresti

Sjö hundruð Suðurnesjabúar hafa ritað nafn sitt undir undirskriftasöfnun til stuðnings Sigfúsi B. Ingvasyni, fyrrverandi sóknarpresti í Keflavík, en sérstök valnefnd mælti með séra Skúla S. Ólafssyni í starfið. Málinu var vísað til biskups og mælti hann með því við kirkjumálaráðherra að Skúli yrði fyrir valinu. Á skjalinu er lýst yfir stuðningi við séra Sigfús og skorað á sóknarnefndina að endurskoða ákvörðun valnefndar um val á presti. Séra Sigfús hafi starfað í bænum í þrettán ár og áunnið sér traust og virðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×