Innlent

Viðbrögð vegna fuglaflensu

Um 600 Íslendingar halda alifugla og þurfa fyrir miðvikudag að uppylla öll þau skilyrði sem yfirdýralæknir krefst, í kjölfar þess að viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hér á landi hefur hækkað. Annars geta þeir átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi.

Stærri kjúklingabú uppfylla þegar öll skilyrðin sem getið er um í leiðbeiningum yfirdýralæknis en mikið átak var gert hjá búunum þegar kamfílóbaktersýking stakk sér niður árið 2000.

Það er algengt að fólk haldi hænur sér til heimilis eða sem gæludýr og þeir hinir sömu þurfa nú að hlýta reglugerð um alifugla.

Fyrir næsta miðvikudag þarf að halda öllum alifuglum innandyra. Tryggja að búin laði ekki að villta fugla. Setja hatta á allar loftræstitúður og fuglanet fyrir op og glugga, og gera ráð fyrir tvískiptu fordyri þar sem fólk getur haft fataskipti og þvegið sér um hendur.

Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir segir ljóst að það verði erfitt og mikið verk að hafa eftirlit með öllum alifuglaræktendum en fylgi þeir ekki tilmælum yfirdýralæknis varðar brotið sektum eða allt að tveggja ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×