Innlent

Tíminn illa nýttur

Tíminn sem gafst til að aðlaga íslenskan vinnumarkað þeim breytingum sem fylgdu stækkun Evrópusambandsins til austurs var illa nýttur, segir stjórn Samiðnar.

Hún lýsir vonbrigðum með að félagsmálaráðherra hafi ekki komið nægilega til móts við launafólk þegar ákveðið var að fella niður takmarkanir við för launafólks frá þeim átta austur-evrópskum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Forysta Samiðnar er óánægð með að félagsmálaráðherra treysti lýsti ekki yfir að lögfest yrði að beint ráðningarsamband fyrirtækis og starfsmanns skyldi vera meginregla og þannig unnið gegn þjónustusamningum þar sem launafólki er greitt eftir erlendum töxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×