Innlent

Kjarasamningar í uppnámi seinna á árinu

MYND/Valgarður Gíslason

Kjarasamningar verða í uppnámi þegar líður á árið að mati Alþýðusambands Íslands ef spá hagdeildar ASÍ gengur eftir. Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári og 3,1 prósent á því næsta sem er rúmu prósentustigi minna en árið 2005 en þá var hagvöxtur 5,5 prósent. Verðbólguspáin er þó dökk en hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir 4,8 prósenta verðbólgu í ár og 4,2 prósenta verðbólgu á næsta ári.

Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári og 3,1 prósent á því næsta sem er rúmu prósentustigi minna en árið 2005 en þá var hagvöxtur 5,5 prósent. Verðbólguspáin er þó dökk en hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir 4,8 prósenta verðbólgu í ár og 4,2 prósenta verðbólgu á næsta ári.

Á heimasíðu ASÍ segir að spáin markist af miklu ójafnvægi og óvissu í efnahagslífinu þar sem gengissveiflur eru miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneysla mikil og fjárfestingar miklar. Þá gagnrýnir ASÍ núverandi hagstjórn og þar sem ríkisfjármálin styðja ekki við aðgerðir Seðlabankans og segir mistök í hagstjórninni bitna á launafólki í landinu. Miklar stóriðjuframkvæmdir og mikil umsvif hins opinbera, samhliða miklum skattalækkunum leiði af sér aukna verðbólgu, háa vexti, of sterkt gengi og vaxandi skuldir heimilanna. Því séu allar líkur á því að kjarasamningar verði í uppnámi þegar líða tekur á árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×