Innlent

Reykjavíkurborg stefndi stóru olíufélögunum í morgun

Reykjavíkurborg stefndi stóru olíufélögunum í morgun og vill fá 160 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta, fyrir ólögmætt verðsamráð. Þetta snýst um réttlæti segir borgarstjóri. Megnið af tíunda áratug liðinnar aldar höfðu olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís með sér ólöglegt verðsamráð eins og fram kemur í frægri skýrslu samkeppnisyfirvalda, og félögin hafa í raun viðurkennt brot sín og beðist afsökunar.



Einn hluti samráðsmálsins er hjá ríkissaksóknara, -sem skoðar nú hvort draga beri stjórnendur félaganna til ábyrgðar.

Þá hafa síðan samkeppnisyfirvöld gert olíufélögunum að greiða stjórnvaldssektir, -samtals um einn og hálfan milljarð króna, og sérstakir dómskvaddir matsmenn eru nú að kröfu olíu félaganna, skoða um það hversu mikið, - ef eitthvað, - olíufélögin græddu á samráðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×