Wenger: Við verðum betri með hverjum leik 18. mars 2006 20:29 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira