Innlent

Samkomulag um vatnalagafrumvarp

MYND/Stefán Karlsson

Samkomulag náðist um afgreiðslu vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu samningafundir stjórnar og stjórnarandstöðu staðið yfir klukkutímunum saman. Samkomulagið felur í sér að stjórnarandstæðingar hætta málþófi gegn því að lögin taka ekki gildi fyrr en haustið 2007. Það þýðir að verði stjórnarskipti getur nýr meirihluti á þingi afnumið lögin áður en þau taka gildi. Iðnaðarráðherra lýsti ánægju með samkomulagið og sagði að nú yrði hægt að afgreiða frumvarpið sem lög. Stjórnarandstæðingar segja ljóst að vatnalögin verði eitt þeirra mála sem kosið verði um í þingkosningum að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×