Innlent

Umræðum um vatnalög frestað fram á mánudag

Hlynur Hallsson á Alþingi
Hlynur Hallsson á Alþingi MYND/Valgarður Gíslason

Umræðum á Alþingi um umdeild vatnalög var frestað laust fyrir klukkan fjögur. Það var gert að ósk Birkis Jóns Jónssonar formanns iðnaðarnefndar, en fundur í nefndinni um málið hefur verið boðaður á mánudag.

Mikill hiti hefur verið í þingheimi í dag frá því að fundur hófst klukkan ellefu í morgun. Reyndar hófst eiginleg umræða um málið ekki fyrr en eftir hádegið, því fram að því var rætt um fundarstjórn forseta. Hlynur Hallsson Vinstri grænum hélt langa ræðu, en fyrir tómum sal, ef undan er skilinn flokksbróðir hans, Jón Bjarnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×