Sport

Erfiðið er að borga sig

Michael Schumacher var mjög ánægður að vera kominn aftur á ráspól eftir erfitt tímabil í fyrra.
Michael Schumacher var mjög ánægður að vera kominn aftur á ráspól eftir erfitt tímabil í fyrra. AFP

Michael Schumacher segir að þrotlausar æfingar og prófanir séu lykillinn á bak við góðan árangur Ferrari í tímatökunum í Barein í dag. "Það er orðið langt síðan maður var í þessari aðstöðu síðast og nú er allt erfiðið í vetur svo sannarlega að skila sér. Það er ekkert að marka þó hlutirnir líti vel út á æfingu, þú veist aldrei hvar þú stendur fyrr en á brautina er komið," sagði Þjóðverjinn.

Schumacher jafnaði í dag met Ayrton Senna heitins þegar hann var á ráspól í 65. skipti á ferlinum og er nú handhafi allra helstu meta í Formúlu 1. Hann sagðist stoltur af að hafa jafnað með Brasilíumannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×