Innlent

15 ára og réttindalaus á bifhjóli

15 ára réttindalaus piltur á óskráðu bifhjóli, slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl innanbæjar á Húsavík í gær og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Þrátt fyrir einbeittan brotavilja, var hann með hjálm og telja sjónarvottar að það hafi komið í veg fyrir að verr færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×