Innlent

Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi

Hörður Arnarsson, forstjóri Marels.
Hörður Arnarsson, forstjóri Marels. MYND/Gunnar V. Andrésson

Frekari uppbygging hátæknifyrirtækisins Marels verður í Slóvakíu en ekki á Íslandi, vegna óviðunandi skilyrða útflutningsfyrirtækja hér á landi, að sögn forstjóra Marels.

Hörður Arnarson forstjóri segir í viðtali við Fréttablaðið að starfsmönnum fyrirtækisins fjölgi um 200 á ári, en vegna hækkandi kostnaðar hér á landi og hás gengis krónunnar hér verði sú fjölgun nú erlendis. Hann segir þó ekkert um það hvort eitthvað af þeirri starfsemi, sem nú er hér á landi, verði líka flutt út, en stefnt sé að því að lækka hlutfall íslensks kostnaðar í rekstrinum.

Þessi ákvörðun Marels kemur í kjölfar þess að eigendur hátæknifyrirtækisins Marorku, sem meðal annara framleiðir orkusparandi búnað fyrir skip ákváðu að flytja sína þróunarvinnu vestur um haf.

Að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins er nu brýnna en nokkru sinni fyrr a stjórnvöld grípi til skjótvirkra aðferða til að hindra að verðmæt störf flytnist þannig úr landi, til dæmis með því að veita fyrirtækjum 20% skattaafslátt af þróunarvinnu, líkt og tíðkast í mörgum vestrænum ríkjum, sem leggja mikla áherslu á að laða svona starfssemi til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×