Innlent

16 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri

Það virðist ekkert lát á hraðakstri ökumanna. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan sjö í morgun. Allir ökumenn voru að keyra innanbæjar og fimm þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði voru að keyra í nágrenni við skóla þar sem hámarkshraði er 30 km. Að sögn lögreglu er þetta mun meira en venjulega og kann hún enga sérstaka skýringu að baki hraðakstursins, enda er hann óafsakanlegur í ljósi umferðaslysa upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×