Innlent

Kaupþing selur hlut sinn í Baugi

Bankinn hefur selt allan hlut sinn í Baugi sem hann eignaðist árið 2003.
Bankinn hefur selt allan hlut sinn í Baugi sem hann eignaðist árið 2003.

Kaupþing banki seldi 8,75 prósenta hlut sinn í Baugi Group í dag og innleysti þar með 3,3 milljarða króna hagnað. Kaupendur eru fjárfestingafélagið Gaumur og Eignarhaldsfélagið ISP, félög í eigu Baugsfjölskyldunnar og Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Þegar Kaupþing banki átti stærstan hlut í Baugi átti bankinn um fimmtungshlut í félaginu.



Í tilkynningu um viðskiptin til Kauphallarinnar segir að með þessu ljúki verkefni sem hófst árið 2003 með yfirtöku og afskráningu Baugs úr Kauphöll Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×