Innlent

Gott gengi hjá Bakkavör Group

Áætlaður hagnaður Bakkavarar Group er ríflega þrjú þúsund milljónir króna en félagið mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2005 á morgun.Bakkavör Group mun birta ársuppgjör sitt fyrir síðasta ár á hluthafafundi sem haldin verður á Radison SAS Hótel Sögu klukkan háf níu á morgun, en þar munu stjórnendur kynna hluthöfum stöðu mála hjá samsteypunni.

Greiningaraðilar spá því að hagnaður félagsins verði 3.509 milljónir króna en þar af verði hagnaður 1,1 milljarðu á fjórða ársfjórðungi félagsins. Samanburður á milli ára er óraunhæfur þar sem matvælaframleiðandinn Geest kom inn í samstæðuna þann 1. maí á síðasta ári og stækkaði hana verulega. Bakkavör hagnaðist um 1.682 milljónir árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×