Innlent

Reglubundið flug milli Póllands og Egilsstaða hafið

Frá Egilsstaðaflugvelli.
Frá Egilsstaðaflugvelli. MYND/GVA

Reglubundið leiguflug hófst um helgina á milli Póllands og Egilsstaða á vegum verktakafyrirtækisins Bechtel, sem er að reisa álver í Reyðarfirði fyrir Alcoa Fjarðaál. Ein ferð verður farin á viku næsta árið að minnsta kosti, en fjöldi Pólverja vinnur við byggingarframkvæmdirnar. Ungverska flugfélagið Wizzair annast flugið á Airbus-flugvélum. Þetta reglubundna flug nýtist þó ekki íslenskum ferðamönnum eftir því sem NFS kemst næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×