Innlent

Tekinn með hass og amfetamín

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. stefán

Þrítugur maður var handtekinn í Hafnarfirði eftir að um 40 grömm af fíkniefnum fundust á honum við umferðareftirlit lögreglunnar þar í bæ. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina og var fenginn dómsúrskurður til húsleitar en hann neitaði lögreglu um að leita bæði í bíl og á heimili sínu.

Sex grömm af fíkniefnum fundust til viðbótar á heimili mannsins. Efnin sem fundust voru hass og amfetamín og vildi maðurinn ekki viðurkenna eign nema á hluta efnanna. Honum var sleppt síðdegis í gær og telst málið að mestu upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×