Innlent

Gestir Dvalar safna fyrir utanlandsferð

Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, seldu föt og ýmsan varning á fatamarkaði í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins í dag. Allur ágóði rennur í ferðasjóð en nokkrir gesta Dvalar eru á leið til Króatíu í vor, ásamt starfsmönnum.

Það var eitt og annað sem var til sölu á markaðinum en þó einkum föt. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð en níu gestir Dvalar og þrír starfsmenn eru á leið til Króatíu í vikufrí í maí. Vel hefur gengið að safna í ferðasjóðinn en ýmiss fyrirtæki hafa styrkt hópinn. Þegar fréttamann bar að garði voru um fjörtíu þúsund komin í kassann en nokkrir viðskiptavinir biðu við dyrnar í morgun þegar markaðurinn opnaði. Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða og það voru starfskonur úr athvarfinu sem sáu um söluna. Gestir Dvalar sáu um setja upp markaðinn en að sögn starfstúlknanna eru þeir margir hverjir tregir við að mæta á viðburði sem þessa, en fyrir sumum eru geðsjúkdómar mikið feimnismál.

Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Dvalar, segir að mikla tilhlökkun ríkja vegna ferðarinnar en sumir gestanna séu að fara til útlanda í fyrsta sinn, eða hafi ekki farið erlendis í langan tíma. Björk segir ferðina kærkomna upplyftingu fyrir gesti Dvalar, en ferð sem þessi gerir fólkinu gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×