Innlent

Flugi Icelandair frá New York seinkaði um 6 tíma

MYND/Valgarður Gíslason

Forráðamenn Icelandair hafa ekki farið varhluta af óveðrinu á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga. Farþegavél félagsins sem átti að lenda hér á landi klukkan sex í morgun seinkaði umtalsvert og lenti á Keflavíkurflugvelli sex tímum á eftir áætlun.

Að sögn Guðjóns Arnrgrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, er allt útlit fyrir að áætlun félagsins standist í dag og á morgun en Icelandair flýgur einu sinni á dag til New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×