Börnin verða gáfaðri 9. febrúar 2006 20:26 MYND/Vísir Nýjar rannsóknir benda til að börn mæðra sem taki lýsi eða borði fisk á meðgöngu verði gáfaðri og aðlagist betur félagslega en önnur börn. Þetta er enn ein rannsóknin sem sýnir hversu mikilvægar omega-3 fitusýrurnar eru sem lýsi er afar auðugt af fyrir andlega og líkamlegan þroska. Lýsisgjöf hefur meira að segja dregið úr ofbeldi í fangelsum. Hróður omega-3 fitsýra eykst stöðugt en þetta töfraefni fá menn úr fiski en lýsið er sérlega auðugt af efninu. Í The Economist er greint frá nýjustu rannsókninni. Var hún gerð á 14 þúsund barnshafnandi konum og börnum þeirra næstu fimmtán árin. Niðurstaðan er sláandi. Þær mömmur sem fengu lítið af omega-3 eignuðust börn sem voru að meðaltali með minni greind og munaði sex greindarvísitölustigum frá meðaltali. Hreyfigeta þeirra var einnig minni og þau þroskuðust verr félagslega. Þessi rannsókn og aðrar sambærilegar hafa aukið eftirspurn eftir lýsi. Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis, segir að þeir hafi fundið fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir því sem að þessar rannsóknir hafa eða þekking á þeim hefur aukist og fólk hefur áttað sig á því hvað þetta er, þessar vörur eru þýðingamiklar. Það hafa komið fram vísbendingar og sannanir um að lýsi dragi úr kransæðasjúkdómum, það styrki ónæmiskerfið og virki nánast jafn vel gagnvart ofvirkni og athyglisbresti barna og ritalin. Það er einnig vísbendingar um að lýsið dragi úr geðrænum sjúkdómum, þunglyndi og geðhvarfasýki, segir Jón og bendir jafnframt á að það hafi gefið góða raun að setja fanga á lýsi. Jón segir að það kom fram áberandi breyting á hegðum og til dæmis ofbeldishneigð minnkaði og það sem þeir kölluðu andfélagslega hegðun, hún breyttist verulega. Jón segir fólk verða hraustara, gáfaðra, rólegra og geðbetra af því að taka þetta. Það er áhyggjuefni að á sama tíma og sannanir hrannast upp sem sýna jákvæð áhrif omega-3 fitusýra dregst fiskvinnsla saman á Íslandi. Verðandi mæðrum er þó ráðlagt að borða fisk og taka lýsi. Almennt virðist nokkur vakning gangvart lýsinu. Laufey Steingrímsdóttir, hjá Lýðheilsustöðinni, segir að vísu sé ungt fólk frekar slappt við að taka lýsi. Lýsisgjöf í skólum lagðist af fyrir áratugum og telur Laufey það miður. Það verður þó væntanlega að treysta foreldrum fyrir því að gefa börnum lýsi. Þó erfitt sé að rannsaka það telur Laufey einsýnt að munur sé á kynslóðunum, skólalýsiskynslóðunum og þeim sem eftir komu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins birti rannsókn í dag sem sýndi að afar lítið er að eiturefnum í fiski á Íslandsmiðum. Enn ein vísbendingin um ótvíræða hollustu fisks og fiskafurða með góðu fitunni omega-3. Fréttir Innlent Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Nýjar rannsóknir benda til að börn mæðra sem taki lýsi eða borði fisk á meðgöngu verði gáfaðri og aðlagist betur félagslega en önnur börn. Þetta er enn ein rannsóknin sem sýnir hversu mikilvægar omega-3 fitusýrurnar eru sem lýsi er afar auðugt af fyrir andlega og líkamlegan þroska. Lýsisgjöf hefur meira að segja dregið úr ofbeldi í fangelsum. Hróður omega-3 fitsýra eykst stöðugt en þetta töfraefni fá menn úr fiski en lýsið er sérlega auðugt af efninu. Í The Economist er greint frá nýjustu rannsókninni. Var hún gerð á 14 þúsund barnshafnandi konum og börnum þeirra næstu fimmtán árin. Niðurstaðan er sláandi. Þær mömmur sem fengu lítið af omega-3 eignuðust börn sem voru að meðaltali með minni greind og munaði sex greindarvísitölustigum frá meðaltali. Hreyfigeta þeirra var einnig minni og þau þroskuðust verr félagslega. Þessi rannsókn og aðrar sambærilegar hafa aukið eftirspurn eftir lýsi. Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis, segir að þeir hafi fundið fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir því sem að þessar rannsóknir hafa eða þekking á þeim hefur aukist og fólk hefur áttað sig á því hvað þetta er, þessar vörur eru þýðingamiklar. Það hafa komið fram vísbendingar og sannanir um að lýsi dragi úr kransæðasjúkdómum, það styrki ónæmiskerfið og virki nánast jafn vel gagnvart ofvirkni og athyglisbresti barna og ritalin. Það er einnig vísbendingar um að lýsið dragi úr geðrænum sjúkdómum, þunglyndi og geðhvarfasýki, segir Jón og bendir jafnframt á að það hafi gefið góða raun að setja fanga á lýsi. Jón segir að það kom fram áberandi breyting á hegðum og til dæmis ofbeldishneigð minnkaði og það sem þeir kölluðu andfélagslega hegðun, hún breyttist verulega. Jón segir fólk verða hraustara, gáfaðra, rólegra og geðbetra af því að taka þetta. Það er áhyggjuefni að á sama tíma og sannanir hrannast upp sem sýna jákvæð áhrif omega-3 fitusýra dregst fiskvinnsla saman á Íslandi. Verðandi mæðrum er þó ráðlagt að borða fisk og taka lýsi. Almennt virðist nokkur vakning gangvart lýsinu. Laufey Steingrímsdóttir, hjá Lýðheilsustöðinni, segir að vísu sé ungt fólk frekar slappt við að taka lýsi. Lýsisgjöf í skólum lagðist af fyrir áratugum og telur Laufey það miður. Það verður þó væntanlega að treysta foreldrum fyrir því að gefa börnum lýsi. Þó erfitt sé að rannsaka það telur Laufey einsýnt að munur sé á kynslóðunum, skólalýsiskynslóðunum og þeim sem eftir komu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins birti rannsókn í dag sem sýndi að afar lítið er að eiturefnum í fiski á Íslandsmiðum. Enn ein vísbendingin um ótvíræða hollustu fisks og fiskafurða með góðu fitunni omega-3.
Fréttir Innlent Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira